Heldur að hann geti stjórnað öllum

Sa­akashvili.
Sa­akashvili. AFP

Mik­heil Sa­akashvili, fyrr­ver­andi for­seti Georgíu, sagði í viðtali við Sky-fréttastofuna í dag að ástæða þess að Rússar eitruðu fyrir Skripal-feðginum sé sú að Vesturveldin hafi skipt sér of mikið af Rússlandi. Sa­akashvili telur að leiðtogar Vesturlanda ættu að óttast Pútín Rússlandsforseta.

Sa­akashvili dvelur nú í Amsterdam en þangað fór hann eftir að honum var vísað úr landi í Úkraínu í síðasta mánuði.

„Ég held að Rússar telji að Bretar bregðist ekki jafnharkalega við og Bandaríkin hefðu gert,“ sagði Sa­akashvili þegar hann var spurður hvers vegna hann teldi að Rússar réðust á fólk á Bretlandseyjum.

Sa­akashvili og Pútín hefur aldrei verið vel til vina en fyrrverandi forseti Georgíu telur að Pútín hegði sér stöðugt verr og verr.

„Hann telur að hann geti stjórnað öllum,“ sagði Sa­akashvili.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert