Móðir fangelsuð fyrir þvingunarhjónaband

Stúlkan var þvinguð til hjónabands við 36 ára gamlan ættingja. …
Stúlkan var þvinguð til hjónabands við 36 ára gamlan ættingja. Mynd úr safni. AFP

Móðir í Bretlandi sem neyddi dóttur sína til að giftast ættingja sínum, sem var næstum tvöfalt eldri en stúlkan, hefur verið dæmd til fjögurra og hálfsárs fangelsisvistar. BBC greinir frá.

Konan er á fimmtugsaldri og frá Birmingham, plataði 17 ára dóttur sína til þess að ferðast til Pakistan í september árið 2016 til þess að giftast hinum 36 ára gamla gamla ættingja.

Maðurinn hafði barnað stúlkuna þegar hún var 13 ára og leit móðirin á það sem samning um brúðkaup.

Stúlkan mótmælti brúðkaupinu en móðir hennar hótaði að brenna vegabréfið hennar og veitti henni áverka. „Þú blekktir hana,“ sögðu dómararnir. „Hún var hrædd, ein, haldið gegn vilja sínum og var neydd í hjónaband sem hún óttaðist.“

Saksóknari las yfirlýsingu stúlkunnar í dómssal. Stúlkan sagðist stolt af því að hafa stigið fram og vildi að aðrar ungar stúlkur í sömu aðstæðum bæðu um hjálp.

Faðir stúlkunnar, sem er fráskilinn móður hennar, komst að hjónabandinu og lét félagsþjónustu og lögreglu vita af málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert