Gaut hvolpum á leið í flug

Ellie gaut átta hvolpum, sjö rökkum og einni tík, rétt …
Ellie gaut átta hvolpum, sjö rökkum og einni tík, rétt áður en hún átti að stíga um borð í flug með eigendum sínum. Skjáskot/Twitter

Labrador-tíkin Ellie gaut óvænt átta hvolpum í Tampa International Airport flugvellinum á Flórída, rétt áður en hún átti að halda um borð í flugvél með eigendum sínum á leið til Philadelphiu.

Ellie, sem heitir fullu nafni Elenor Rigby og er tveggja ára hjálparhundur, gaut hún hvolpunum að mestu leiti án aðstoðar en fékk þó smá hjálp hjá sjúkraliðum í slökkviliðinu í Tampa. Hópur flugfarþega fylgdist með er Ellie gaut hvolpunum.

Eigendur Ellie vissu að hún væri hvolpafull en áttuðu sig ekki á að svo stutt væri í að hún myndi gjóta. Ellie á hvolpana átta, sjö rakka og eina tík, með labrador rakkanum Nugget sem einnig er hjálparhundur.

Talsmaður flugvallarins sagði Fox 13 sjónvarpsstöðinni að eigendur Ellie og Nuggets hefðu verið að stíga um borð í flugvélina þegar Ellie fór af stað.

Fjölskyldan og hundarnir 10 misstu skiljanlega af flugi sínu og munu þess í stað aka 1.000 km leið frá Tampa til Philadelpiu að sögn dagblaðsins Miami Herald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert