„Ég er morðingi Arkadí Babchenko“

AFP

Maðurinn sem var ráðinn til þess að myrða rússneska blaðamanninn Arkadí Babchenko í Úkraínu segist hafa tekið þátt svo yfirvöld gæti safnað saman frekari upplýsingum um málið.

Oleksií Tsymbaliuk, sem er fyrrverandi prestur í úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni, segir að hann hafi látið leyniþjónustuna vita þegar Úkraínumaður hafi samband við hann og óskaði eftir því að hann dræpi  Babchenko.Yfirvöld settu dauða blaðamannsins á svið og einhverjir stjórnmálamenn sökuðu Rússa um að bera ábyrgð á morðinu, segir í frétt BBC um málið í dag.

Arkadí Babchenko er sprelllifandi.
Arkadí Babchenko er sprelllifandi. AFP

Öllum að óvörum kom Babchenko fram á sjónarsviðið daginn eftir og reyndist sprelllifandi. Viðurkenndi hann að morðið hafi verið sviðsett. Babchenko, sem er 41 árs, er þekktur fyrir gagnrýnin skrif sín á yfirvöld í Rússlandi. Samskipti stjórnvalda í Kænugarði og Moskvu hafa verið stirð allt frá því árið 2014 þegar Rússar innlimuðu Krímskagann og veittu vopnuðum uppreisnarsamtökum í austurhluta Úkraínu stuðning gegn stjórnvöldum í Úkraínu.

„Ég er morðingi Arkadí Babchenkom“ segir Tsymbaliuk í viðtali við BBC og hlær þegar hann hittir fréttamann BBC að máli í höfuðborg Úkraínu, Kænugarði.

Tsymbaliuk lýsir í viðtalinu hvernig hann hafi tekið þátt í blekkingunum sem áttu sér stað í síðasta mánuði. Hann hefur verið sjálfboðaliði í stríðinu gegn uppreisnarmönnum í Austur-Úkraínu og starfar með samtökum hægri manna.

Spurður um hvort hann hafi einhvern tíma drepið mann svarar hann því að spurningin eigi ekki við. 

Boris Herman.
Boris Herman. AFP

Tsymbaliuk segir að í apríl hafi Borís Herman haft samband við hann og beðið hann um að fremja morð. Eftir nokkur samskipti þeirra á milli fékk hann 14 þúsund Bandaríkjadali greidda fyrirfram fyrir morðið. Tsymbaliuk heldur að hann hafi verið fenginn í verkið vegna Herman, sem er vopnaframleiðandi, hafi talið að auðvelt væri að stýra honum.

Ef það er skýringin þá misreiknuðu þeir sig því Tsymbaliuk hafði strax samband við leyniþjónustuna eftir að fyrst var haft samband við hann og tók upp alla þeirra fundi.

Nokkrum dögum áður en hann átti að fremja morðið hitti Tsymbaliuk fórnarlamb sitt, Babchenko, í fyrsta skipti. 

Síðan rann upp meintur morðdagur, 29. maí, og Tsymbaliuk reyndi að hegða sér eins og morð væri á dagskrá dagsins.

„Ég lauk við súpuna mína, hringdi á leigubíl og fór til þess að drepa Babchenko," segir hann brosandi við fréttamann BBC.

Þegar hann kom í íbúðina lá Babchenko á gólfinu í blóðpolli og beið eftir því að sjúkrabíll kæmi á vettvang. „Ég óskaði honum velfarnaðar og hann bað mig um að láta sig ekki fara að hlægja,“ segir á vef BBC.

Tsymbaliuk lét sig síðan hverfa á öruggan stað þar sem hann fylgdist með fregnum af morðinu á samfélagsmiðlum. Síðar um kvöldið sendi hann Herman skilaboð um að verkinu væri lokið. Snemma morguninn eftir bað Herman hann um að hitta sig en ekkert varð af því þar sem Herman var tekinn höndum þegar hann reyndi að yfirgefa landið.

Herman hefur ekki neitað samsærinu með Tsymbaliuk en heldur því fram að hann hafi allan tímann unnið með úkraínsku leyniþjónustunni og aldrei hafi staðið til að myrða blaðamanninn. 

Frétt BBC

mbl.is
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...