Ræða lögleiðingu fóstureyðinga í Argentínu

Konur söfnuðust saman fyrir utan argentínska þingið og kalla eftir …
Konur söfnuðust saman fyrir utan argentínska þingið og kalla eftir því að fóstureyðingar verði leyfðar í landinu. AFP

Argentínska þingið veltir því nú upp hvort að eigi að samþykkja frumvarp þess efnis að leyfa fóstureyðingar á fyrstu 14 vikum óléttunnar. Það væri talsverð breyting frá núverandi löggjöf í landinu, en konur geta farið í allt að fjögurra ára fangelsi fyrir að fara í fóstureyðingu.

Þúsundir kvenna söfnuðust saman víða um Argentínu, bæði til að fagna frumvarpinu og til að gagnrýna það. Skiptar skoðanir eru innan þingsins hvort að frumvarpið fari í gegn en kosið verður um frumvarpið á neðri deild argentínska þingsins á morgun.

Samkvæmt CNN er talið að Mauricio Macri, forseti Argentínu, muni samþykkja frumvarpið ef það fer í gegnum þingið en hann er persónulega á móti fóstureyðingum. Fari frumvarpið í gegn þarf það einnig að fara í gegnum efri deild þingsins sem er talin öllu íhaldssamari en neðri deild þingsins.

Uppfært: Frumvarpið var samþykkt í dag með 129 atkvæðum gegn 125 í neðri deild þingsins. Málið fer nú til efri deildar þingsins.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert