Sýrlenski fáninn í Daraa

Sýrlenski fáninn sést nú í Daraa í fyrsta skipti í ...
Sýrlenski fáninn sést nú í Daraa í fyrsta skipti í mörg ár. Myndin er frá ríkisfréttastofunni Sana. AFP

Sýrlenski herinn fór í dag inn í suðurhluta borgarinnar Daraa en þar hafa uppreisnarhópar verið við völd í nokkur ár. Herinn hefur gert árásir á borgina og næsta nágrenni hennar í félagi við bandamenn sína Rússa síðustu vikur og hafa þúsundir lagt á flótta. 

Daraa-hérað er oft kallað vagga byltingarinnar í Sýrlandi en nú blasir sýrlenski fáninn þar við hún í fyrsta skipti í mörg ár, segir í frétt AFP-fréttastofunnar.

„Sýrlenskar herdeildir fóru inn í Daraa í dag og drógu þjóðfánann að hún á aðaltorginu,“ segir ríkisfréttastofan Sana. Í gær náðist samkomulag milli uppreisnarmannanna og stjórnarinnar sem fól meðal annars í sér að uppreisnarmenn afhenti stjórnarhernum vopn sín og að þeir geti fengið að fara í friði frá svæðinu. Samkomulagið verður framkvæmd í nokkrum þáttum og er sambærilegt við það sem gert hefur verið við uppreisnarhópa annars staðar í landinu.

Uppreisnin gegn Bashar al-Assad forseta á rætur sínar að rekja til Daraa árið 2011. Síðan stríðið braust út hafa yfir 350 þúsund Sýrlendingar fallið og milljónir þurft að yfirgefa heimili sín.

mbl.is