Níu úr sömu fjölskyldu fórust

Fórnarlamba slyssins minnst í borginni Branson sem er skammt frá ...
Fórnarlamba slyssins minnst í borginni Branson sem er skammt frá vatninu. AFP

Níu úr sömu fjölskyldu fórust er ferðamannabát hvolfdi á stöðuvatni í Missouri í fyrradag. Sautján létust í slysinu. Mikið óveður gerði skyndilega á vatninu og sökk báturinn er hann var á leið til lands. Ættingjar hinna látnu, sem komust lífs af úr slysinu, segja að farþegum bátsins hafi verið sagt að þeir þyrftu ekki björgunarvesti.

Margir urðu vitni að slysinu á Table Rock-vatninu sem er manngert og í grennd við borgina Branson. Vatnið og nágrenni þess er vinsæll viðkomustaður ferðamanna.

„Ég er mjög sorgmædd. Af ellefu okkar sem voru þarna þá lifðum við aðeins tvö af, ég og frændi minn,“ segir Tia Coleman í samtali við Fox59 þar sem hún liggur á sjúkrahúsi eftir slysið. „Ég missti öll börnin mín. Ég missti manninn minn. Ég missti tengdamóður mína og tengdaföður minn.“

Coleman fullyrðir að skipstjóri bátsins hafi sagt farþegum snemma í ferðinni að þeir þyrftu ekki björgunarvesti. „Hann sagði það þegar við fórum út á vatnið. Þegar það var svo tímabært að grípa til þeirra þá var það of seint. Ég held að hægt hefði verið að þyrma mörgum mannslífum.“

New York Times ræðir við aðra konu úr þessari sömu fjölskyldu, Carolyn Coleman, sem segir að í slysinu hafi þrjár kynslóðir fjölskyldunnar, sem er frá Indianapolis, farist, þeirra á meðal fjögur börn. 

Lögreglan segir að 31 hafi verið um borð í bátnum sem er hjólabátur og getur bæði keyrt á landi og siglt. Áður hafa vaknað spurningar um öryggi slíkra farartækja.

Sjónarvottar segja að báturinn hafi átt erfiðlega með að ná landi eftir að óveðrið skall á. Honum hafi svo hvolft í ölduganginum og sokkið.

Þeir sem létust eru á aldrinum eins árs til sjötíu ára, þeirra á meðal er skipstjórinn. Tveir voru í áhöfn og lifði hinn slysið af. 

 Slysið varð er óveður skall skyndilega á. Tveir bátar voru þá á vatninu en hinn komst heilu og höldnu til lands. 

mbl.is
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Hreinsa rennur
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Downtown Reykjavik. S. 6947881, Alina...