Skógareldar í nágrenni Algarve

Kona teymir hesta frá skógareldunum í Algarve.
Kona teymir hesta frá skógareldunum í Algarve. AFP

Hundruð slökkviliðsmanna og hermanna berjast nú við skógarelda í nágrenni Algarve í Portúgal en svæðið er vinsæll ferðamannastaður. Hitabylgja hefur verið í landinu síðustu daga og mjög þurrt í veðri sem hefur orðið til þess að eldarnir breiðast hratt út.

Hitinn fór yfir 45 stig á nokkrum svæðum í Portúgal um helgina. Um þrjátíu manns hafa slasast í eldunum. 

Reynt er að slökkva eldana úr þyrlum en vegna hvassviðris hafa þeir breiðst hratt út.

Eldarnir hafa þegar farið yfir um 15 þúsund hektara lands og í nótt nálguðust þeir bæi á Algarve.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert