„Guði sé lof fyrir Taylor Swift“

Taylor Swift hefur opinberar stjórnmálaskoðanir sínar í fyrsta skipti og …
Taylor Swift hefur opinberar stjórnmálaskoðanir sínar í fyrsta skipti og það virðist ætla að skila sér í aukinni kjörsókn. AFP

Skráðum kjósendum í Bandaríkjunum fjölgaði um 65.000 eftir að bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift birti færslu á Instagram-aðgangi sínum þar sem hún lýsti yfir stuðningi við frambjóðanda demókrata, Phil Bredesen, til öldungadeildar Bandaríkjaþings í sínu heimaríki, Tennessee.

Í færslunni hvatti hún einnig fylgjendur sína, sem eru 112 milljónir, til að nýta kosningaréttinn. Swift ræðst einnig harka­lega á mót­fram­bjóðanda demókrata, re­públi­kan­ann Marsha Blackburn, sem er þingmaður rík­is­ins í öld­unga­deild­inni. Swift segir að hún hafi yf­ir­leitt reynt að kjósa kon­ur og muni gera það áfram en hún geti ein­fald­lega ekki stutt Blackburn þar sem það skelfi hana hvernig hún hafi greitt at­kvæði á þingi.

„Hún greiddi at­kvæði gegn því að kon­ur fengju jöfn laun og karl­ar. Hún greiddi at­kvæði gegn end­ur­nýj­un á lög­um sem snúa að of­beldi gegn kon­um. Lög­um sem er ætlað að verja kon­ur fyr­ir heim­il­isof­beldi, nauðgun­um á stefnu­mót­um og elti­hrell­um,“ skrifar Swift, en hún hafði bet­ur í dóms­máli gegn fyrr­ver­andi út­varps­manni sem hún sakaði um að hafa áreitt sig kyn­ferðis­lega.

View this post on Instagram

I’m writing this post about the upcoming midterm elections on November 6th, in which I’ll be voting in the state of Tennessee. In the past I’ve been reluctant to publicly voice my political opinions, but due to several events in my life and in the world in the past two years, I feel very differently about that now. I always have and always will cast my vote based on which candidate will protect and fight for the human rights I believe we all deserve in this country. I believe in the fight for LGBTQ rights, and that any form of discrimination based on sexual orientation or gender is WRONG. I believe that the systemic racism we still see in this country towards people of color is terrifying, sickening and prevalent. I cannot vote for someone who will not be willing to fight for dignity for ALL Americans, no matter their skin color, gender or who they love. Running for Senate in the state of Tennessee is a woman named Marsha Blackburn. As much as I have in the past and would like to continue voting for women in office, I cannot support Marsha Blackburn. Her voting record in Congress appalls and terrifies me. She voted against equal pay for women. She voted against the Reauthorization of the Violence Against Women Act, which attempts to protect women from domestic violence, stalking, and date rape. She believes businesses have a right to refuse service to gay couples. She also believes they should not have the right to marry. These are not MY Tennessee values. I will be voting for Phil Bredesen for Senate and Jim Cooper for House of Representatives. Please, please educate yourself on the candidates running in your state and vote based on who most closely represents your values. For a lot of us, we may never find a candidate or party with whom we agree 100% on every issue, but we have to vote anyway. So many intelligent, thoughtful, self-possessed people have turned 18 in the past two years and now have the right and privilege to make their vote count. But first you need to register, which is quick and easy to do. October 9th is the LAST DAY to register to vote in the state of TN. Go to vote.org and you can find all the info. Happy Voting! 🗳😃🌈

A post shared by Taylor Swift (@taylorswift) on Oct 7, 2018 at 4:33pm PDT

Swift hefur hingað til ekki tjáð stjórn­mála­skoðanir sín­ar op­in­ber­lega en hún seg­ist ekki leng­ur geta setið hljóð hjá. Banda­ríkja­menn ganga að kjör­borðinu í 6. nóv­em­ber þar sem kosið verður um öll 435 sæt­in í full­trúa­deild­inni og 35 af 100 sæt­um í öld­unga­deild­inni.

Swift segir að skoðanir Blackburn samræmist ekki henn­ar gildum sem íbúa í Tenn­essee og að hún muni kjósa Bredesen í kosn­ingu til öld­unga­deild­ar­inn­ar og Jim Cooper í full­trúa­deild­ina. Hún hvet­ur aðdá­end­ur sína til þess að taka þátt í kosn­ing­un­um og að kynna sér mál­efn­in og þau gildi sem fram­bjóðend­urn­ir standa fyr­ir.

„Fyr­ir mörg okk­ar er ekki lík­legt að við finn­um nokk­urn tíma fram­bjóðanda eða flokk sem við erum 100% sam­mála um öll mál­efni en við verðum samt sem áður að greiða at­kvæði,“ segir í færslu Swift.

Skráðum kjósendum fjölgaði um 65.000 á sólarhring

Svo virðist sem fylgjendur Swift hafi heldur betur tekið við sér. Söngkonan birti færsluna á sunnudag og sólarhring síðar hafði skráðum kjósendum fjölgað um 65.000. Í Bandaríkjunum er fyrirkomulagið þannig að til að virkja kosningaréttinn þurfa kjósendur að skrá sig sérstaklega til að kjósa.

Kamari Guthrie, samskiptastjóri vote.org, segir í samtali við BuzzFeed að þriðjungi fleiri skráðu sig á einum sólarhring eftir færslu Swift en skráðu sig allan septembermánuð, þegar 190.178 skráðu sig. „Guði sé lof fyrir Taylor Swift,“ segir Guthrie.

Trump líkar minna við tónlist Taylor eftir færsluna

Færslu Swift var almennt vel tekið, en einn maður hafði þó eitthvað út á hana að setja og var það sjálfur Bandaríkjaforseti, Donald Trump. Þegar honum varð ljóst að Swift hafði dásamað tvo demókrata opinberlega sagði hann: „Segjum bara að mér líki 25% minna við tónlist Taylor núna, allt í lagi?“

Vikan hefur því verið viðburðarrík hjá Swift sem gerði sér lítið fyrir og vann til fernra verðlauna á bandarísku tónlistarverðlaununum, American Music Awards, sem fram fóru í Los Angeles á þriðjudagskvöld. Swift sló þar með met Whitney Houston yfir fjölda verðlauna sem söngkona hefur unnið á ferlinum. Verðlaun Swift eru orðin 23 talsins en Houston vann til 22 verðlauna á sínum ferli. 

Í þakkarræðu sinni fyrir verðlaun sem söngkona ársins í poppi og rokki nýtti hún tækifærið og hvatti fólk til að kjósa í þingkosningunum 6. nóvember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert