Mnuchin og Fox fara ekki til Ríad

Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, mun ekki fara til Ríad.
Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, mun ekki fara til Ríad. AFP

Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Liam Fox, ráðherra alþjóðaviðskipta í bresku stjórninni, hafa tilkynnt að þeir séu hættir við þátt­töku í stórri fjár­fest­ing­ar­ráðstefnu í Sádi-Ar­ab­íu í næstu viku vegna hvarfs blaðamanns­ins Jamal Khashoggi.

Sagði Mnuchin að hann hefði hætt við þátttöku í kjölfar viðræðna sem hann hafi átt við Donald Trump Bandaríkjaforseta og utanríkisráðherrann Mike Pompeo, en Pompeo flaug til Sádi-Arabíu fyrr í vikunni til að funda með Salman Sádakonungi og krónprinsinum Mohammed bin Salman.

Áður hafði franski efna­hags­málaráðherr­ann, Bruno Le Maire, tilkynnt að hann væri hættur við þátt­töku í ráðstefnunni. „Ég mun ekki fara til Ríad í næstu viku,“ sagði Le Maire í viðtali á frönsku þingsjón­varps­rás­inni og bætti við að það væri vegna aðstæðna sem nú væru uppi.

Khashoggi, sem bjó í sjálf­skipaðri út­legð í Banda­ríkj­un­um þar sem hann skrifaði fyr­ir Washingt­on Post, hvarf eft­ir kom­una á ræðismanns­skrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í Istanbúl 2. októ­ber. 

Tyrk­nesk yf­ir­völd segja að hann hafi verið myrt­ur og líkið sund­urlimað á ræðismanns­skrif­stof­unni en því neita sádi-ar­ab­ísk stjórnvöld.

Fjármálaráðherra Hollands og nokkrir aðrir stjórnmálamenn hafa einnig hætt við þátttöku í ráðstefnunni, sem og nokkrir hátt settir stjórnendur í viðskiptalífinu og eru þau Christine Lagarde, for­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, og Richard Branson, forstjóri Virgin, í þeim hópi.

Fjöldi annarra fyrirtækja, m.a. Pepsi og EDF, hyggjast hins vegar enn taka þátt þrátt fyrir sívaxandi þrýsting frá alþjóðasamfélaginu um að sniðganga ráðstefnuna.

mbl.is
Hreinsa þakrennur o.fl.
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...