Alþjóðalög framar eigin lögum í Sviss

Svisslendingar virðast hafa hafnað því að svissnesk lög gangi framar …
Svisslendingar virðast hafa hafnað því að svissnesk lög gangi framar alþjóðalögum. AFP

Svissneskir kjósendur virðast hafa hafnað því að svissnesk lög gangi framar alþjóðalögum en kosið var um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu í dag.

Samkvæmt svissnesku sjónvarpsstöðinni SRF benda fyrstu tölur til þess að 67% þeirra sem greiddu atkvæði hafni tillögunni en 33% séu henni fylgjandi.

Gagnrýnendur segja að lagabreytingin hefði haft áhrif á stöðu Sviss í alþjóða samfélaginu. Það hefði haft áhrif á samskipti Sviss við Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar, samkvæmt erlendum fréttamiðlum.

Svissneski þjóðarflokkurinn, stærsti stjórnmálaflokkur landsins, var eini flokkurinn sem studdi tillöguna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert