Gekkst undir aðgerð vegna krabbameins

Ruth Bader Ginsburg.
Ruth Bader Ginsburg. AFP

Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur gengist undir aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lunga. Hæstiréttur Bandaríkjanna greindi frá þessu í dag.

Upp komst um meinið þegar Ginsburg, sem er 85 ára, braut þrjú rifbein þegar hún féll á skrifstofu sinni í byrjun nóvember.

Samkvæmt tilkynningu Hæstaréttar tókst að fjarlægja bæði meinin að fullu. Ginsburg hvílist nú eftir aðgerðina og ekki er talið að hún þurfi á frekari meðferð að halda.

Gins­burg var skipuð í Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna árið 1993 og er elsti dóm­ar­inn við rétt­inn. Hún braut tvö rif­bein árið 2012 og missti þá ekk­ert úr vinnu og sneri hratt til baka það sama ár eft­ir að hafa und­ir­geng­ist hjartaaðgerð. Þá hef­ur hún einnig greinst með krabba­mein og sneri til vinnu þrem­ur vik­um eft­ir að meinið var skorið í burtu.

Hún er í hópi frjálslyndari dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar náð að skipa tvo íhaldssama dómara í Hæstaréttinn. 

Frétt New York Times.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert