Segir Bretland skorta forystu

Woody Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi.
Woody Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi. AFP

Sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi segir Breta skorta forystu þegar komi að útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þetta er haft eftir Woody Johnson í breska ríkisútvarpinu BBC.

„Ég hef ferðast um Wales, ég hef ferðast um Írland og Skotland og einnig England og mín tilfinning er að landið skorti forystu,“ hefur BBC eftir Johnson í dag samkvæmt AFP.

Sendiherrann sagði að forystuleysið væri að hluta til breska þinginu um að kenna. Sagði hann erfiðleika þingmanna blasa við þar sem þeir reyndu að framkvæma vilja kjósenda í þjóðaratkvæði 2016 þar sem meirihlutinn vildi ganga úr Evrópusambandinu.

Johnson sagði ennfremur að fyrirhugaður útgöngusamningur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, virtist útiloka fríverslunarsamning við Bandaríkin. Þvert á það sem May hefur sagt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í jan/feb í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum potti....
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...