Segir Bretland skorta forystu

Woody Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi.
Woody Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi. AFP

Sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi segir Breta skorta forystu þegar komi að útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þetta er haft eftir Woody Johnson í breska ríkisútvarpinu BBC.

„Ég hef ferðast um Wales, ég hef ferðast um Írland og Skotland og einnig England og mín tilfinning er að landið skorti forystu,“ hefur BBC eftir Johnson í dag samkvæmt AFP.

Sendiherrann sagði að forystuleysið væri að hluta til breska þinginu um að kenna. Sagði hann erfiðleika þingmanna blasa við þar sem þeir reyndu að framkvæma vilja kjósenda í þjóðaratkvæði 2016 þar sem meirihlutinn vildi ganga úr Evrópusambandinu.

Johnson sagði ennfremur að fyrirhugaður útgöngusamningur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, virtist útiloka fríverslunarsamning við Bandaríkin. Þvert á það sem May hefur sagt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Husgögn
Til sölu gegn vægu gjaldi rafmags hjónarúm Uppl. í síma 892-1525...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Ertu að spá í framtíðinni? spamidill.is
Einkatímar í spámiðlun og Reiki heilun. í persónu eða gegnum svarbox spamidill.i...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...