Segir Bretland skorta forystu

Woody Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi.
Woody Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi. AFP

Sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi segir Breta skorta forystu þegar komi að útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þetta er haft eftir Woody Johnson í breska ríkisútvarpinu BBC.

„Ég hef ferðast um Wales, ég hef ferðast um Írland og Skotland og einnig England og mín tilfinning er að landið skorti forystu,“ hefur BBC eftir Johnson í dag samkvæmt AFP.

Sendiherrann sagði að forystuleysið væri að hluta til breska þinginu um að kenna. Sagði hann erfiðleika þingmanna blasa við þar sem þeir reyndu að framkvæma vilja kjósenda í þjóðaratkvæði 2016 þar sem meirihlutinn vildi ganga úr Evrópusambandinu.

Johnson sagði ennfremur að fyrirhugaður útgöngusamningur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, virtist útiloka fríverslunarsamning við Bandaríkin. Þvert á það sem May hefur sagt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...