Ríkasti maður heims skilur

Jeff og MacKenzie Bezos.
Jeff og MacKenzie Bezos. AFP

Jeff Bezos, stofnandi vefverslunarrisans Amazon, og eiginkona hans, MacKenzie Bezos, tilkynntu um lögskilnað sinn á Twitter í dag, en þau hafa verið skilin að borði og sæng um tíma.

„Við höfum ákveðið að skilja og halda sameiginlegu lífi okkar áfram sem vinir,“ skrifa Bezos-hjónin í sameiginlegri tilkynningu á Twitter-síðu Jeffs. Þau eru afar þakklát fyrir 25 árin sem þau hafa átt saman, en að nú biðu þeirra öðruvísi hlutverk sem vinir og foreldrar. Þau yrðu áfram fjölskylda.

MacKenzie er bókahöfundur og var einn fyrsti starfsmaður Amazon og árið 2014 hrinti hún af stað herferðinni Bystander Revolution sem berst gegn einelti.

Jeff er ríkasti maður heims samkvæmt Forbes og Blommberg og eru eignir hans metnar á 137 milljarða bandaríkjadala.

mbl.is