Hvolpurinn gæti leikið stórt hlutverk

Norskur rannsóknarlögreglumaður spígsporar með hund fyrir utan heimili auðkýfingsins Tom ...
Norskur rannsóknarlögreglumaður spígsporar með hund fyrir utan heimili auðkýfingsins Tom Hagen. Það er þó ekki þessi hvutti, heldur hvolpur Anne Elisabet Hagen, sem var læstur inni í herbergi. AFP

Hvolpur Anne-Elisabeth Falkevik Hagen gæti nú leikið mikilvægt hlutverk í rannsókn á hvarfi Falkevik Hagen. Hvolpurinn, sem er af whippet-tegund, var læstur inni í herbergi þegar eiginmaður Hagen, auðkýfingurinn Tom Hagen, kom heim daginn sem eiginkona hans var numin á brott af heimili þeirra hjóna.

Frá þessu er greint á vef NRK.

„Hafi gerandinn handleikið hundinn gæti erfðasýni (DNA) fundist á honum,“ sagði Kittil Haugen, fyrrverandi lögreglumaður og hundaþjálfari.

Stutt er síðan norska lögreglan ákvað að gera mannránið opinbert en það hafði þá verið rannsakað í leyni í tíu vikur. Ræn­ingjarn­ir krefjast 85,9 millj­óna norskra króna sem lausn­ar­gjalds, and­virði 1,2 millj­arða króna.

Lögreglan hefur óskað eftir að ná tali af þremenningum sem hafa stöðu vitnis í málinu og birti hún tvö myndbönd af mönnunum í fyrradag. Um 350 ábend­ing­ar hafa borist lög­regl­unni frá því í gær og einn verið yf­ir­heyrður í tengsl­um við ránið. 

Mál Hagen-hjón­anna er al­gjört for­gangs­mál norsku lög­regl­unn­ar sem hef­ur lagt nótt við nýt­an dag síðan á hrekkja­vöku við að reyna að grafa upp ein­hverja vitn­eskju um ör­lög hinn­ar 68 ára gömlu Fal­kevik Hagen sem hvarf spor­laust af heim­ili sínu.

Með kröf­unni fylgdi hót­un um að eig­in­kona hans yrði um­svifa­laust ráðin af dög­um hefði hann sam­band við lög­reglu og fóru því fyrstu fund­ir Hagen og lög­regl­unn­ar fram með þeim hætti að hann hitti óein­kennisklædda lög­reglu­menn á bens­ín­stöð nokkr­um sinn­um auk þess sem óein­kennt tæknilið lög­reglu rann­sakaði heim­ili hjón­anna í 14 sól­ar­hringa í leit að vís­bend­ing­um.

mbl.is
Biskupstungur- sól og sumar..
Eigum lausa daga í sumar. Gisting fyrir 5-6. Heitur pottur, leiksvæði í nágrenni...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...