Bolton varar við hótunum

John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna.
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. AFP

John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hefur varað við „umtalsverðum afleiðingum“ ef bandarískum erindrekum eða leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela verður hótað eða þeim ógnað á einhvern hátt.

„Ofbeldi eða ógnanir gegn bandarískum erindrekum, lýðræðisleiðtoga Venesúela, Juan Guaido, eða þinginu sjálfu felur í sér alvarlega árás á laganna bókstaf og því verður svarað með umtalsverðum afleiðingum,“ skrifaði Bolton á Twitter.

Ekki kom nákvæmlega fram um við hverja hann átti en annars staðar á Twitter sagði hann bandarísk stjórnvöld vita af stuðningi Kúbu við Nicolas Maduro, forseta Venesúela.

Maduro hafnaði í dag kröf­um Evr­ópu­ríkja sem fóru fram á að hann boðaði til nýrra kosn­inga í land­inu inn­an átta daga.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert