Tugþúsundir krefjast afsagnar Maduro

Stuðningsmenn Guaido í Caracas, höfuðborg Venesúela, fyrr í dag.
Stuðningsmenn Guaido í Caracas, höfuðborg Venesúela, fyrr í dag. AFP

Juan Guaido, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Venesúela, hef­ur hvatt til frekari mót­mæla en tugir þúsunda stuðningsmanna hans hafa staðið fyrir mótmælum víða um landið í dag. Nicoals Maduro forseti landsins neitar enn að efna til nýrra forsetakosninga.

Guaido hlaut öflugan liðsstyrk fyrr í dag þegar Francisco Yanez, æðsti yfirmaður flughersins í Venesúela, slóst í hóp stuðningsmanna Guaido og sneri baki við Maduro. Í kjölfarið tísti John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, þar sem hann hvatti alla meðlimi hersins til að feta í fótspor Yanez.

Hefur svigrúm fram á annað kvöld

Tíu dagar eru síðan Bandaríkin viðurkenndu Guaido sem starfandi forseta landsins fjórar stórar Evrópuþjóðir, Bretar, Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar, hafa heitið því að þeir muni gera slíkt hið sama nema Maduro tilkynni nýjar forsetakosningar fyrir miðnætti á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert