125 látnir eftir sprengingu

AFP

Alls eru 125 látnir eftir sprengingu í olíuleiðslu í Mexíkó í síðasta mánuði. 22 eru enn á sjúkrahúsi og eru margir þeirra með brunasár á meira en 80% líkamans. 

Sprengingin varð eftir að vísvitandi voru gerð göt á eldsneytisleiðslu í Hidalgo-ríki 18. janúar. Hundruð íbúa í nágrenni leiðslunnar þustu að henni til þess að sækja sér bensín í brúsa. 

Stjórnvöld í Mexíkó hafa skorið upp herör gegn eldsneytisþjófnaði í landinu en talið er að hann hafi kostað ríkissjóð þrjá milljarða Bandaríkjadala árið 2017. Svo kallað huachicol - nafn sem notað er yfir stolið eldsneyti - er helmingi ódýrara heldur en almennt verð á eldsneyti í Mexíkó. 

Ættingjar þeirra sem er fórust í sprengingunni.
Ættingjar þeirra sem er fórust í sprengingunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert