Ríki íslams tapað öllu í næstu viku

Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Ríki íslams verði búið að tapa öllu því landssvæði sem það hefur lagt undir sig í Sýrlandi í næstu viku.

Trump lýsti því yfir í desember að hann ætlaði að draga allt 2.000 manna herlið sitt frá Sýrlandi og lýsti yfir sigri á hryðjuverkasamtökunum.

Bandaríkin ekki lengur „lögga“ heimsins

„Bandaríski herinn, bandamenn okkar og sýrlenski lýðræðisherinn hafa frelsað nánast allt landssvæðið sem Ríki íslams réð yfir í Sýrlandi og Írak,“ sagði hann á alþjóðlegri ráðstefnu í Washington.

„Það verður tilkynnt formlega einhvern tímann í næstu viku að við höfum tekið yfir 100 prósent af kalífadæminu.“

Forsetinn bætti við að Bandaríkin muni áfram beita hörku og hvetja til stuðnings á þessum svæðum frá öðrum þjóðum.

Donald Trump á alþjóðlegu ráðstefnunni.
Donald Trump á alþjóðlegu ráðstefnunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert