Mótmæla viðræðum við aðskilnaðarsinna

AFP

Tugþúsundir taka þátt í mótmælum í Madríd sem skipulögð eru af flokkum á hægri væng stjórnmálanna og þjóðernisflokkum. Mótmælt er ákvörðun ríkisstjórnar Spánar að hefja viðræður við aðskilnaðarsinna í Katalóníu.

Talið er að um 45 þúsund taki þátt í mótmælunum á Colon-torgi og bera mótmælendur spjöld með áletrunum eins og „Stöðvum Sanchez“ og „Kjósum núna!“

Santiago Abascal, leiðtogi Vox, ávarpaði fundinn í dag.
Santiago Abascal, leiðtogi Vox, ávarpaði fundinn í dag. AFP

Er þar vísað til forsætisráðherrans Pedros Sanchez sem leiðir viðræðurnar við aðskilnaðarsinna en réttarhöld hefjast yfir leiðtogum aðskilnaðarsinna í Madríd á þriðjudag. Þrír stjórnmálaflokkar skipulögðu mótmælin, Ciudadanos, PP og Vox, þjóðernisflokkur sem nýlega kom fram á sjónarsviðið, auk nokkurra smærri þjóðernishópa.

Þeir eru ósáttir við ákvörðun Sanchez um að milda tóninn í garð aðskilnaðarsinna. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert