Þúsundir sækja tónleika til höfuðs Maduro

Mikill fjöldi fólks er saman kominn til að fylgjast með ...
Mikill fjöldi fólks er saman kominn til að fylgjast með tónleikunum og þrýsta á Maduro forseta. AFP

Þúsundir manna hafa flykkst að landamærum Venesúela og Kólumbíu í dag vegna alþjóðlegra góðgerðartónleika sem ætlað er að þrýsta á að hjálpargögnum og birgðum verði komið til íbúa  Venesúela.

Nicolas Maduro, sósíalískur forseti landsins, sem á nú í valdabaráttu við stjórnarandstæðinginn Juan Guaido, hefur komið í veg fyrir að hjálpargögn komist inn í landið, en íbúar landsins hafa liðið mikinn og margvíslegan skort vegna efnahags landsins undanfarin ár. Hjálpargögnin bíða því á landamærum Kólumbíu, Brasilíu og Karabísku eyjunni Curacao.

AFP

Breski frumkvöðullinn Richard Branson stendur að baki tónleikunum og er sigri hrósandi vegna þess fjölda fólks sem virðist munu sækja tónleikana. Hann segir að dagurinn verði töfrum líkastur, en fjölmargar af vinsælustu poppstjörnum Suður-Ameríku munu leika listir sínar á tónleikunum.

Maduro, forseti, tilkynnti fyrr í vikunni um eigin tónleika sem eiga að standa yfir helgina. Ekki hefur fengist uppgefið hvaða tónlistarmenn munu koma fram þar eða hver dagskrá tónleikanna er. Forsetinn hefur lýst því yfir að góðgerðartónleikunum sé ætlað að hylma yfir áætlun Bandaríkjanna um að ráðast inn í Venesúela.

mbl.is
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Frá Kattholti
Munið að með því að gerast félagar í Kattavinafélagi Íslands styðið þið við star...