Örugg einkaskilaboð eru framtíðin

Mark Zuckerberg á ráðstefnu í París.
Mark Zuckerberg á ráðstefnu í París. AFP

Facebook er að færa sig í áttina frá því að vera „stafrænt torg“ yfir í það að svara vaxandi eftirspurn um að bjóða upp á örugg einkaskilaboð af smærri skala en áður. 

Þetta segir Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, á Facebook-síðu sinni.

Hann segist hafa í hyggju að gera stórar breytingar á samfélagsmiðlinum en Messenger og Whatsapp eru í eigu Facebook.

„Ég tel að framtíð samskipta muni færast á aukinn hátt í átt að einka- og dulkóðaðri þjónustu þar sem fólk getur verið pottþétt á því að það sem það segir hvert við annað verði öruggt og að skilaboð þess og innihald þeirra verði ekki til að eilífu,“ skrifar hann.

„Vonandi getum við látið þetta verða að veruleika.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert