Hryðjuverkamaðurinn leiddur fyrir dómara

Fjöldi fólks hefur minnst fórnarlambanna í Christchurch.
Fjöldi fólks hefur minnst fórnarlambanna í Christchurch. AFP

Hinn 28 ára gamli Brenton Tarrant var leiddur fyrir dómara á laugardagsmorgni í Nýja-Sjálandi. Hann er ákærður fyrir morð eftir hryðjuverkaárás sem hann framdi í tveimur moskum í Christchurch. 49 létust og tveir eru í lífshættu.

Tarrant var í handjárnum og hvítum fangabol þegar hann kom fyrir dómarann. Tarrant er fyrrverandi líkamsræktarþjálfari og yfirlýstur fasisti en hann sat sviðbrigðalaus þegar dómarinn las ákærurnar gegn honum.

Hann fór ekki fram á lausn gegn tryggingu og var færður í varðhald. Hann verður þar þangað til hann kemur aftur fyrir dómara 5. apríl. Auk hans kom fram í færslu lögreglunnar á Nýja-Sjálandi á Twitter að tveir til viðbótar eru í varðhaldi.

mbl.is
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...