Óbólusettur í mál við yfirvöld vegna skólabanns

Jerome með föður sínum Bill Kunkel.
Jerome með föður sínum Bill Kunkel. Ljósmynd/Bill Kunkel

Unglingur í Kentucky hefur höfðað mál gegn heilbrigðisyfirvöldum í ríkinu eftir að þau bönnuðu öllum óbólusettum nemendum að mæta í skólann. BBC greinir frá.

Hlaupabólufaraldur er nú í Our Lady of the Sacred Heart-framhaldsskólanum í Walton og hafa 32 nemendur sýkst til þessa. Einn óbólusettu nemendanna, Jerome Kunkel, hefur nú höfðað mál gegn yfirvöldum og segir bannið brjóta gegn rétti hans til að leika körfubolta. Kunkel er ekki í hópi þeirra nemenda sem smitast hafa af hlaupabólu til þessa.

Kunkel, sem er fyrirliði körfuboltaliðs skólans, hefur verið í banni frá skólanum frá því á fimmtudag í síðustu viku þegar heilbrigðisyfirvöld bönnuðu óbólusettum nemendum að mæta í skólann þar til þrjár vikur hafa liðið frá því síðasti nemandi eða kennari í skólanum sýktist.

Þá bönnuðu heilbrigðisyfirvöld óbólusettum einnig þátttöku í öllum viðburðum utan skóla sem ógnað gætu heilsu almennings og segja þau þetta nauðsynlegar aðgerðir til að hindra frekari útbreiðslu hlaupabólu.

Málið verður tekið fyrir af dómstólum 1. apríl næstkomandi.

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Einstakt vortilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...