Farþegaskip í vanda við Noregsströnd

AFP

Unnið er hörðum höndum að því að koma 1.300 farþegum frá borði í farþegaskipinu Viking Sky og í land í Noregi, en neyðarkall barst frá skipinu klukkan 14 að staðartíma.

Skipið er staðsett um 2,5 sjómílum frá landi við vesturströnd Noregs, en það er vélarvana og rak um tíma í átt að landi.

Fimm þyrlur, auk nokkurra skipa og báta, vinna að flutningi farþega frá borði en hver þyrla um sig getur einungis tekið tíu til 15 farþega, samkvæmt frétt NRK, um borð í einu og er því ljóst að aðgerðin gæti tekið mjög langan tíma. Auk þess er aftakaveður á svæðinu og mikil ölduhæð sem gerir björgunaraðilum erfitt fyrir.

Hundrað farþegar hafa þegar verið fluttir frá borði og hefur einn þeirra hlotið minniháttar meiðsli samkvæmt norskum björgunaraðilum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...