Reyndi að smygla órangútan í ferðatösku

Mynd frá dýraverndarsamtökunum í Balí af órangútaninum.
Mynd frá dýraverndarsamtökunum í Balí af órangútaninum. AFP

Rússneskur ferðamaður reyndi að smygla órangútan frá Indónesíu í ferðatösku sinni. Hann ætlaði að fara með dýrið heim til sín og eiga sem gæludýr en var handtekinn í Balí.

Andrei Zhestkov var handsamaður á flugvellinum Denpasar í gærkvöldi á leið í gegnum öryggishlið áður hann ætlaði að stíga um borð í flugvél á leið til Rússlands.

Órangútaninn hvílir sig ofan í körfu eftir ferðalagið.
Órangútaninn hvílir sig ofan í körfu eftir ferðalagið. AFP

Öryggisverðir stöðvuðu hann og opnuðu ferðatösku hans. Þar fundu þeir tveggja ára órangútan sofandi ofan í körfu.

„Við teljum að órangútaninum hafi verið gefnar ofnæmistöflur sem urðu til þess að hann sofnaði. Við fundum pillurnar í ferðatöskunni,“ sagði I Ketut Catur Marbawa hjá dýraverndunarsamtökum í Balí við AFP. Hann bætti við að svo virtist sem Zhestkov hafi búið um órangútaninn eins og barn.

Einnig fundust lifandi eðlur í ferðatöskunni.  

AFP
mbl.is
Bridgestone dekk
Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R ...
Til sölu Volvo CX V70, árg. 2000 Góður
Til sölu Volvo CX V70, árg. 2000 Góður bíll með reglulegt og vandað viðhald. Sum...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...