Neyða kvenfólk í hælaskó

AFP

Lággjaldaflugfélagið Norwegian Air gaf út tuttugu og tveggja blaðsíðna langan skilmálabækling um klæðaburð fyrir starfsmenn sína á dögunum. Þar segir meðal annars að ef kvenkyns starfsmenn vilji klæðast flatbotna skóm þurfi þeir að hafa læknisvottorð á sér öllum stundum og endurnýja það á hálfs árs fresti. Annars þurfi þeir að klæðast skóm með að minnsta kosti tveggja sentimetra hælum. The Local greinir frá þessu.

„Það er grátbroslegt að við þurfum að standa frammi fyrir þessu árið 2019,“ segir Ingrid Hodnebo, talskona kvenna í flokki jafnaðarmanna í Noregi. „Á meðan þjóðfélagið þróast í rétta átt situr Norweigian enn í heimi „Mad Men“ frá fimmta og sjötta áratugnum.“

Kynjum mismunað

Í skilmálanum segir einnig að karlkyns starfsmenn megi ekki vera farðaðir í vinnunni nema í tilfellum þegar þeir þurfi að hylja sár eða marbletti. Hár þeirra má ekki ná niður fyrir axlir og þeir mega ekki ganga um með eyrnalokka. 

Kvenkyns starfsmenn eiga að nota andlitsfarða, augnfarða og púður. Þeir mega nota gerviaugnhár á meðan þau eru ekki gervileg. Skartgripanotkun skal vera í lágmarki.

Norweigian hefur sagt að skilmálarnir séu svipaðir og skilmálar annarra flugfélaga um klæðaburð. Markmið þeirra sé að veita starfsfólki sínu nákvæmar upplýsingar svo það ruglist ekki í rýminu. 

Þess má geta að Noregur var í öðru sæti á lista World Economic Forum þegar löndum var raðað eftir jafnrétti kynjanna í lok síðasta árs. Ísland trónir á toppi listans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Til sölu kvk Hjól
2 ára kvk reiðhjól með háu stýri.Comfort style eins og nýtt. Keypt hjá Erninum....
Húsnæði óskast í sumar í Hafnarfirði.
Húsnæði óskast frá 15/06-15/09, í 221 Hafnarfjarði, 3-4 svefnherbergi. Helst með...
Til sölu panelklæðning 16 mm þykk, þeku
Til sölu panelklæðning 16 mm þykk, þekur 12.5cm. Verð kr. 550 lm án vsk. Uppl. s...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...