Fella niður 205 flug

Flugvél SAS hefur sig á loft, það gera 205 aðrar ...
Flugvél SAS hefur sig á loft, það gera 205 aðrar ekki í fyrramálið og mun fleiri takist ekki sættir í kjaradeilu flugmanna fyrir miðnætti að skandinavískum tíma. Ljósmynd/HO

Hitafundir standa nú yfir í húsakynnum ríkissáttasemjara Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar þar sem fulltrúar stéttarfélaga alls 1.500 flugmanna SAS-flugfélagsins skandinavíska reyna að ná lendingu með samninganefndum stjórnvalda landanna.

Takist þetta ekki á miðnætti, klukkan 22 að íslenskum tíma, hefst verkfall sem hefur áhrif á ferðir um 80.000 farþega og hefur félagið þegar fellt niður 205 morgunflug í fyrramálið í öryggisskyni komi til verkfalls auk þess sem alla vikuna hefur farþegum staðið til boða að breyta flugmiðum sínum án endurgjalds. Af þessum fjölda áttu 45 flug að fara frá Gardermoen í Ósló.

Allur samningurinn er undir

Mats W. Ruland, ríkissáttasemjari Noregs, sagði í samtali við ríkisútvarpið NRK fyrir um klukkustund að aðstæðurnar væru verulega krefjandi á skrifstofum hans og allur kjarasamningurinn lægi í raun undir. „Hverjum einasta lið samningsins gæti verið sagt upp en mest snýst umræðan um laun og vinnutíma,“ sagði Ruland.

Nils Åge Lio, varaformaður eins stéttarfélaganna sem að málinu koma, sagði við NRK í gær að flugmenn krefðust þess að laun þeirra hækkuðu til jafns við það sem gengi og gerðist innan greinarinnar, „bransjestandard“ eins og Norðmenn kalla það. Deilurnar snúast þó einnig um frítíma og fyrirsjáanlegri vaktaáætlanir svo flugmönnum reynist auðveldara að skipuleggja frítíma sinn fyrir fram en þar mun víða pottur brotinn.

Lio segir mikinn vilja hjá flugmönnum til að koma þeim tveimur kjarasamningum, sem SAS sagði upp, í loftið aftur með viðunandi kjarabótum. Af þeim 1.500 flugmönnum sem hugsanlegt verkfall næði til eru 550 norskir.

Aftenposten

VG

mbl.is
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
NP Þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 83...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf í læknisfræði...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...