Skipulagði stóra hryðjuverkaárás

Lögreglumenn að störfum í borginni Los Angeles.
Lögreglumenn að störfum í borginni Los Angeles. AFP

Fyrrverandi bandarískur hermaður, sem er grunaður um að hafa skipulagt stóra hryðjuverkaárás skammt frá borginni Los Angeles, hefur verið handtekinn.

Með árásinni ætlaði hann að hefna fyrir nýlegt fjöldamorð í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi.

Mark Steven Domingo, 26 ára múslimi sem barðist í Afganistan, á yfir höfði sér ákærur um hryðjuverk fyrir að ætla að drepa fjölda fólks í sprengjuárás.

Hann var handtekinn á föstudaginn eftir hafa fengið sent til sín tæki sem hann hélt að væri sprengja. Lögreglumaður sem villti á sér heimildir afhenti honum tækið.

Frum­rann­sókn yf­ir­valda á Sri Lanka sýndi á dögunum fram á að hryðju­verka­árás­irn­ar í rík­inu á páska­dag, sem kostuðu að minnsta kosti 310 manns­líf, voru hefnd­ar­verk vegna árás­anna í Christchurch.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert