Gluggaþvottamenn í lífshættu í háhýsi

Vinnulyftan varð stjórnlaus í 260 metra hæð.
Vinnulyftan varð stjórnlaus í 260 metra hæð. Ljósmynd/Facebook-síða slökkviliðsins í Oklahoma

Tveir menn sem unnu við gluggaþvott á háhýsi í Oklahoma í Bandaríkjunum komust heldur betur í hann krappann þegar vinnulyfta þeirra varð stjórnlaus í 260 metra hæð.

Mennirnir tveir voru að vinna við gluggahreinsun á háhýsi í borginni þegar vinnulyftan, sem fest var í krana á þakinu, varð stjórnlaus og fór að sveiflast til og frá. Slengdist lyftan meðal annars í bygginguna með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu svo glerbrotum rigndi yfir nærliggjandi svæði við bygginguna, en engan sakaði.

Þegar björgunarfólk kom á staðinn var vinnupallurinn kominn upp fyrir efstu brún byggingarinnar og þurfti því að ná þeim niður á þakið. Þegar búið var að ná stjórn á lyftunni var mönnunum náð niður og sluppu ómeiddir, en eflaust frekar skelkaðir.

Ekki er vitað hvers vegna lyftan sem stjórnaði vinnupallinum bilaði, en í meðfylgjandi myndskeiði sem slökkviliðið í Oklahoma birti má sjá hvernig aðstæður voru. Óhætt er að vara við myndbandinu fyrir lofthrædda.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert