Ummælin fyrir neðan virðingu forsetans

Segja aðstandendur Biden ummælin vera fyrir neðan virðingu forsetaembættisins.
Segja aðstandendur Biden ummælin vera fyrir neðan virðingu forsetaembættisins. AFP

Starfsfólk kosningabaráttu Joe Biden hefur svarað ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um varaforsetann fyrrverandi fullum hálsi, en Trump tók undir með leiðtoga Norður-Kóreu þegar hann sagði Biden með lága greindarvísitölu.

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lét þau orð falla um Biden á ríkisreknu sjónvarpsstöð landsins að hann hefði lága greindarvísitölu. Trump sagðist á blaðamannafundi í Tókýó í Japan taka undir með Kim í þessum efnum.

Segja aðstandendur Biden ummælin fyrir neðan virðingu forsetaembættisins.

Framkvæmdastjóri kosningabaráttu Biden tjáði sig um málið á Twitter og fór ekki fögrum orðum um forsetann.

„Að vera erlendis á minningardegi fallinna hermanna (e. Memorial Day) og taka endurtekið undir með grimmdarlegum einræðisherra gegn samlanda sínum og fyrrverandi varaforseta talar sínu máli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert