Þingkosningar í Ísrael í september

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Ísraelska þingið samþykkti í dag að halda nýjar kosningar í september. Í atkvæðagreiðslu voru 74 hlynntir því að leysa upp þingið og halda kosningar 17. september en 45 voru á móti.

Gengið var til atkvæðagreiðslunnar eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mistókst að mynda stjórn, jafnvel þótt að Likud-flokkur hans og samherjar hans í ríkisstjórn hafi náð meirihluta í þingkosningunum í landinu í apríl.

Avigdos Lieberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels, kom í veg fyrir að samkomulag næðist með því að neita að gefa eftir í viðræðunum.

Þess vegna varð Netanyahu að efna til nýrra kosninga til að koma í veg fyrir að Reuven Rivlin, forseti Ísraels, velji aðra þingmenn til að reyna að mynda ríkisstjórn.

mbl.is