Bannað að draga regnbogafánann að húni

Sendiráð Bandaríkjanna í Jerúsalem er vel skreytt regnbogafánanum, þó ekki ...
Sendiráð Bandaríkjanna í Jerúsalem er vel skreytt regnbogafánanum, þó ekki hafi mátt draga hann að húni. Twitter/USEmbassyJerusalem

Sendifulltrúar Bandaríkjanna víða um heim hafa þurft að fara frumlegri leiðir í að sýna hinsegin samfélaginu stuðning sinn í ár, en júnímánuður er jafnan tileinkaður hátíðahöldum hinsegin samfélagsins í Bandaríkjunum.

Hingað til hefur regnbogafáninn víða verið dreginn að húni við sendiráð Bandaríkjanna með reglubundnum hætti í júnímánuði. Á því varð breyting þetta árið þegar bann var lagt við flagginu.

Sendiráðin fengu þau skilaboð að nú þyrftu þau að sækja um sérstakt leyfi til þess að draga regnbogafánann að húni og hafnaði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna öllum beiðnum sem því bárust, að því er segir í frétt BBC af málinu.  

Sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael, Noregi, Suður-Kóreu, Mongólíu og Indlandi eru meðal þeirra sem hafa hengt regnbogafánann á húsakynni, en bannið tekur aðeins til flaggstanga sem annars bera bandaríska fánann.

Varaforsetinn Mike Pence tjáði sig um bannið í vikunni og sagði það rétta ákvörðun og að það gilti ekki um fána annars staðar á sendiráðsbyggingunum. „Við erum stolt af því að þjóna öllum Bandaríkjamönnum, en þegar kemur að bandarísku flaggstönginni og bandarískum sendiráðum í höfuðborgum heimsins, þá gengur aðeins einn bandarískur fáni.“

Sjálfur hefur Trump fagnað júnímánuði með hinsegin samfélaginu og stjórn hans skipað nokkra samkynhneigða sendiherra, en Pence er mótfallinn hjónaböndum samkynhneigðra og hefur stutt löggjöf sem þrengir að réttindum hinsegin fólks.

mbl.is
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Söluverðmat án skuldbindinga og þér að kostnaðarl...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...