Vísbendingar um að krónprinsinn beri ábyrgð

Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var drepinn á ræðismannaskrifstofu heimalands síns …
Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var drepinn á ræðismannaskrifstofu heimalands síns í Tyrklandi. AFP

Talið er nokkuð víst að krónprins Sádi-Arabíu og fleiri háttsettir ráðamenn hafi borið ábyrgð á morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. Vísbendingar þess efnis eru taldar nokkuð öruggar, að sögn sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna. BBC greinir frá.

Khashoggi var myrtur á ræðismanna­skrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í istanbul í Tyrklandi af sádi-arabískum útsendurum. Yfirvöld í sverja öll slík tengsl af sér og segjast ekki hafa vitneskju um afdrif blaðamannsins. 

Alls hafa 11 manns verið sett á bak við lás á slá í tengslum við morðið á Khashoggi. Þar af hefur verið farið fram á dauðarefsingu yfir fimm þeirra. Réttað hefur verið yfir þeim fyrir luktum dyrum. 

Agnes Callamard, sendifulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði málatilbúnaðinn allan ekki uppfylla alþjóðleg skilyrði. Hún segir sönnunargögnin þess eðlis að þau krefjast sjálfstæðrar og alþjóðlegrar rannsóknar á morðinu. 

Khashoggi skrifaði grein­ar í Washingt­on Post. Í þeim gagn­rýndi hann sádi­ar­ab­ísk stjórn­völd. Í októ­ber var hann myrt­ur og lík hans sund­urlimað á ræðismanna­skrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­búl í Tyrklandi. Fram hef­ur komið að fimmtán út­send­ar­ar stjórn­valda í Sádi-Ar­ab­íu hafi átt hlut að máli. Lík hans hef­ur enn ekki fund­ist.  

Callamand biðlar til aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres að hefja rannsókn. Einnig eigi alríkislögreglan að rannsaka málið en Khashoggi var búsettur í Bandaríkjunum. Einnig hefur mann­rétt­indaráð Sam­einuðu þjóðanna skorað á stjórn­völd­ í Riya­dh í Sádi-Arabíu að hafin verði óháða rann­sókn á morði Khashoggi en þetta var borið upp á þingi í mars að frumkvæði Íslendinga. 

mbl.is