Gandhi hættir sem formaður Congress

Faðir Gandhi, amma hans og langafi hafa öll gengt embætti …
Faðir Gandhi, amma hans og langafi hafa öll gengt embætti forsætisráðherra Indlands. AFP

Leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Congress á Indlandi, Rahul Gandhi, hefur sagt af sér sem leiðtogi flokksins. 

Í afsagnarbréfi sínu, sem Gandhi birtir á Twitter, segist hann með þessu vilja taka ábyrgð á sínum þætti í ósigri Congress-flokksins í þingkosningunum í maí, þar sem flokkurinn hlaut aðeins 51 sæti af 543 mögulegum.

Gandhi tilkynnti um fyrirhugaða afsögn sína fljótlega eftir að niðurstöður þingkosninganna lágu fyrir, en samflokksfélagar hans höfðu vonast til að honum myndi snúast hugur.

Faðir Gandhi, amma hans og langafi hafa öll gengt embætti forsætisráðherra Indlands.

 Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert