Sprauta vatni á mótmælendur

Mótmælandi notar teygjubyssu gegn lögreglu í Hong Kong.
Mótmælandi notar teygjubyssu gegn lögreglu í Hong Kong. AFP

Lögreglan í Hong Kong hefur gripið til þess örþrifaráðs að sprauta vatni á mótmælendur í tilraun til þess að sundra þeim. 

Aukin harka hefur færst í átök mótmælenda og lögreglu í Hong Kong undanfarna daga, en íbúar hafa streymt á götur út vikum og mánuðum saman, fyrst til að mótmæla framsalsfrumvarpi. 

Hætt var við frumvarpið en mótmælendur létu ekki segjast og berjast nú fyrir auknu lýðræði sjálfstjórnarhéraðsins. 

Lögreglan hefur m.a. notað táragas og gúmmíkúlur til að halda aftur af mótmælendum, en í dag setti hún ökutæki með vatnskanónum á götur út eftir að hafa sundrað mótmælendum með táragasi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert