9 slösuðust í Limburg

AFP

Níu slösuðust þegar flutningabifreið var ekið á nokkrar bifreiðar í miðborg þýsku borgarinnar Limburg síðdegis í gær. Ekki er vitað hvað ökuníðingnum gekk til en hann hafði stolið flutningabifreiðinni. Lögreglan handtók manninn eftir að hann ók á níu bifreiðar á umferðarljósum við héraðsdómshúsið. 

Að sögn lögreglu er enginn þeirra níu, þar á meðal ökuníðingurinn, alvarlega slasaður. Ökuníðingurinn á að hafa komið að flutningabílnum og dregið bílstjórann út úr bílnum án þess að segja orð. Flutningabílstjórinn segir að maðurinn sé á þrítugsaldri, með stutt dökkt hár og skeggjaður. „Ég spurði hann hvað hann vildi? Hann sagði ekki orð,“ segir flutningabílstjórinn í viðtali við Frankfurter Neue Presse (FNP).

Flutningabílnum var ekið á mikilli ferð inn í bílana. Vitni segja að ökuníðingurinn hafi ákallað Allah nokkrum sinnum og talað arabísku en lögregla vill ekki staðfesta að þetta sé rétt. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert