Eiginkona Baghdadis í haldi Tyrkja

Bag­hda­di sprengdi sjálf­an sig í loft upp í árás Banda­ríkja­hers …
Bag­hda­di sprengdi sjálf­an sig í loft upp í árás Banda­ríkja­hers á fylgsni hans í Idlib-héraði í Sýr­landi í lok október. AFP

Tyrk­nesk­ar her­sveit­ir hafa tekið eiginkonu Abu Bakr al-Bag­hda­di, leiðtoga víga­sam­tak­anna Rík­is íslams, til fanga en Bag­hda­di sprengdi sig í loft upp í aðgerðum banda­rískra sér­sveita í síðasta mánuði. 

Frá þessu greindi Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í ræðu sem hann hélt við háskólann í Ankara í dag. Hann sagði Bandaríkjastjórn hafa gert mikið úr því að Baghdadi hafi sprengt sprengju­vesti sem hann hafi klæðst eft­ir að sér­sveit banda­ríska hers­ins hafði fundið hann í enda neðanj­arðarganga. Ekki hafi hins vegar fylgt sögunni að Tyrkir hefðu handsamað eiginkonu hans. 

„Ég er að tilkynna það hér og í fyrsta sinn: Við handsömuðum eiginkonu hans og gerðum ekki mikið úr því eins og þeir [Bandaríkjamenn],“ sagði Erdogan. 

Rasmiya Awad, syst­ir Abu Bakr al-Bag­hda­di, leiðtoga víga­sam­tak­anna Rík­is íslams, …
Rasmiya Awad, syst­ir Abu Bakr al-Bag­hda­di, leiðtoga víga­sam­tak­anna Rík­is íslams, er í haldi Tyrkja, rétt eins og eiginkona hans og mágur, að sögn tyrkneskra yfirvalda. AFP

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá því eftir árásina að tvær af eiginkonum hans hefðu fallið í árásinni. Eiginkonur Baghdadis voru þrjár talsins og hefur sú sem lifði árásina af nú verið handtekin, samkvæmt Erdogan. Hann sagði jafnframt að systir og mágur Baghdadis væru í haldi Tyrkja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert