Trump er mikill aðdáandi Erdoğan

Forsetarnir svöruðu spurningum blaðamanna eftir fundinn þeirra í Hvíta húsinu …
Forsetarnir svöruðu spurningum blaðamanna eftir fundinn þeirra í Hvíta húsinu fyrr í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti er mikill aðdáandi Recep Tayyip Erdoğan, forseta Tyrklands. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í Hvíta húsinu fyrr í dag.

„Tyrkland, eins og allir vita, er frábær samstarfsaðili okkar í NATO og hernaðarlega mikilvægt Bandaríkjunum. Ég er mikill aðdáandi forsetans,“ sagði Trump við blaðamenn.

Erdoğan var í Hvíta húsinu í boði Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag og fundaðu forsetarnir í nokkra klukkutíma ásamt nokkrum öldungardeildarþingmönnum Repúblikaflokksins áður en sameiginlegur blaðamannafundur forsetanna hófst.

Fundurinn er sagður hafa verið haldinn til að „hreinsa loftið“ milli Trump og Erdoğan en þeir lentu upp á kant við hvorn annan í kjölfar innrásar Tyrkja í Sýrlands í síðasta mánuði. Trump varaði Erdoğan meðal annars við því að vera „harðjaxl“ og „bjáni“ í bréfi sem Erdoğan er sagður hafa hent í ruslið.

Öldungadeildarþingmennirnir Lindsey Graham, Jim Risch, Ted Cruz, Joni Ernst og Rick Scott Repúblikanaflokksins voru á fundinum og ræddu utanríkismál við Erdoğan.

Forsetarnir ræddu utanríkismál við útvalda öldungadeildarþingmenn Repúblikaflokksins.
Forsetarnir ræddu utanríkismál við útvalda öldungadeildarþingmenn Repúblikaflokksins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert