Árásarmaðurinn tengdist hryðjuverkahópum

Lögreglu barst tilkynning vegna árásarinnar kl. 13:58 í dag og …
Lögreglu barst tilkynning vegna árásarinnar kl. 13:58 í dag og var mætt á staðinn fimm mínútum seinna. AFP

Maðurinn sem réðst til atlögu vopnaður hnífi á London Bridge í dag, föstudag, íklæddur gervisprengjuvesti, er í breskum fjölmiðlum sagður tengjast hryðjuverkahópum.

Þá er jafnframt fullyrt að yfirvöld í Bretlandi hafi þekkt til mannsins.

Lögreglu barst tilkynning vegna árásarinnar kl. 13:58 í dag og var mætt á staðinn fimm mínútum seinna. Þá þegar hafði árásarmanninum tekist að stinga tvo til bana og særa þrjá til viðbótar áður en vegfarendur yfirbuguðu hann.

Uppfært kl. 00:02: Samkvæmt fréttastofu BBC hefur maðurinn áður verið sakfelldur fyrir hryðjuverk og afplánað fangelsisdóm vegna þess.

Frétt BBC

mbl.is