Heilsa almennings í hættu í Sydney

Gífurlega mengun leggur af skógareldunum.
Gífurlega mengun leggur af skógareldunum. AFP

Heilsa almennings er í hættu vegna skógarelda sem geisa í Ástralíu. Kæfandi reykjarmökkur hefur legið yfir fjölmennustu borg landsins, Sidney í margar vikur. Læknisheimsóknum hefur fjölgað gífurlega vegna mengunarinnar. 

Yfir 20 samtök lækna og heilbrigðisstarfsfólks með um 25 þúsund liðsmönnum kalla eftir að áströlsk stjórnvöld grípi til enn frekari aðgerða því almannaheill er í húfi. Þetta kemur fram í sameiginlegri áskorun þeirra til stjórnvalda. 

Skógareldarnir eru raktir til loftslagsbreytinga sem loga hömlulaust á austurströnd landsins. Mikill þurrkur hefur verið undanfarið og spáð er að hitinn fari í 40 gráður og möguleg hitamet falli. Sex manns hafa látist, yfir 700 heimili orðið eldinum að bráð og að minnsta kosti þrjár milljónir hektara hafa brunnið. 

„Mengun frá reyk skógareldanna mælist 11 sinnum yfir hættumörkum í Sydney og í New South Wales.“ Þetta segir meðal annars í tilkynningu frá heilbrigðisstéttinni.   

Yfir 48% fleiri hafa leitað til bráðamóttöku sjúkrahúsa í síðustu viku til samburðar við heimsóknir síðustu fimm ára. Hinn 10. desember sóttu yfir 80% fleiri sjúkrastofnanir en vanalega þegar mengunin rauk upp úr öllu valdi. Daginn eftir þrömmuðu um 20 þúsund manns í mótmælum og kröfðust frekari aðgerða stjórnvalda til að hefta útbreiðslu eldanna og grípa til aðgerða til að sporna gegn frekari áhrifum loftslagsbreytinga.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert