Á síðasta snúning með jólagjöfina

Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi í gær við hermenn erlendis í …
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi í gær við hermenn erlendis í gegnum myndsíma. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi í samtali við ameríska hermenn erlendis í gær að hann væri ekki enn búinn að ákveða jólagjöf handa eiginkonu sinni, Melania Trump. Hann sagði að tíminn væri knappur, en að enn væri tími til að finna gjöfina. Í Bandaríkjunum er hefð að gefa jólagjafir á jóladag, en ekki á aðfangadag, líkt og gert er á Íslandi.

Samkvæmt hefð ræddi forsetinn við hermenn erlendis á aðfangadag. Átti hann samtals við nokkra hermenn á Arifjan herstöðinni í Kúveit og spurði  einn þeirra hvað hann hefði keypt fyrir eiginkonuna.

Sagðist Trump líklega eiga að segja að hann hefði keypt handa henni fallegt kort og að hann hafi látið velja fjölda fallegra korta og svo valið það fallegasta. Því næst sagði hann samband þeirra hjóna vera mjög gott, en viðurkenndi í lokin að hann væri enn að vinna í að finna gjöf handa henni í ár. Sagði Trump að ekki væri mikill tími til stefnu, en þó væri enn smá tími.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert