Farage segir Boris á réttri leið

Formaður Brexit-flokksins segir ljóst að útgöngusinnar þurfi að gefa eitthvað …
Formaður Brexit-flokksins segir ljóst að útgöngusinnar þurfi að gefa eitthvað eftir. AFP

Formaður Brexit-flokksins, Nigel Farange, segir Boris Johnson forsætisráðherra á réttri leið, en að stuðningsfólk Brexit muni þó þurfa að gefa eitthvað eftir. Frá þessu er greint hjá Telegraph.

Farange segir að stuðningsfólk útgöngu Breta úr Evrópusambandinu muni ekki fá allt sem þeir vilja í samningi við sambandið eftir útgönguna og ítrekar að forsætisráðherrann verði að vera tilbúinn að ganga frá borði samningslaus, en hann telur um fjórðungslíkur á að samningar náist ekki fyrir settan útgöngudag.

Segir hann samninganefnd Breta þó komna fyrir horn og sé á réttri leið og loks með yfirhöndina við samningaborðið. 

Ómögulegt yrði þó að semja um allt sem Bretar vildu út úr samningnum, og telur Farange t.a.m. líklegt að Bretar þurfi að gefa eftir varðandi sjávarútvegsmál.

mbl.is

Bloggað um fréttina