Weinstein skammaður fyrir símanotkun

Weinstein yfirgefur dómshúsið í dag.
Weinstein yfirgefur dómshúsið í dag. AFP

Dómari í réttarhöldunum yfir Harvey Weinstein hótaði því að stinga honum í fangelsi fyrir að halda á farsímanum sínum í réttarsalnum í dag.

„Þetta hefur verið vandamál í réttarsalnum hvern einasta dag,“ sagði dómarinn James Burke, sem leyfir farsíma svo lengi sem þeim er haldið úr augsýn.

„Viltu virkilega fara í fangelsi fyrir lífstíð fyrir að senda skilaboð og brjóta þannig reglur dómstólsins?“ spurði dómarinn kvikmyndamógúlinn fyrrverandi. 

Weinstein svaraði því neitandi og kvaðst ekki hafa notað símann.

Val á kviðdómi stendur yfir í málinu og voru 120 mögulegir kviðdómarar kallaðir til í dag. Þegar dómarinn spurði hvort einhverjir þeirra hefðu þegar gert hug sinn án þess að sjá sönnunargögnin í málinu réttu tíu upp hönd. Alls voru um 40 manns látnir yfirgefa réttarsalinn þegar þeir sögðust ekki geta verið hlutlausir í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert