Engir sjáanlegir áverkar á börnunum

Börnin þrjú ásamt föður sínum, Andrew. Hann var ekki á …
Börnin þrjú ásamt föður sínum, Andrew. Hann var ekki á heimilinu þegar andlát barnanna bar að. Ljósmynd/Írska lögreglan

Rannsókn lögreglunnar á Írlandi á andláti þriggja ungra systkina sem fundust látin á heimili sínu í Dyflinni á föstudagskvöld miðar að því að það hafi borið að með saknæmum hætti.

Engir líkamlegir áverkar fundust á líkömum barnanna. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar verða ekki tilkynntar almenningi vegna rannsóknarhagsmuna, en lögregla segir að líklega þurfi að gera eiturefnapróf til þess að ganga endanlega úr skugga um það hvernig börnin létust.

Það var leigubílstjóri sem gerði lögreglu viðvart þegar hann kom að móður barnanna í örvinglunarástandi skammt frá heimilinu. Hann fór með konuna heim til sín, en þegar þangað var komið sá hann miða á hurðinni með leiðbeiningum: Ekki fara upp, hringið á neyðarlínuna.

Móðir barnanna var flutt á sjúkrahús og hefur lögreglu enn ekki verið unnt að ræða við hana um það sem gerðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert