Rúmlega 1.600 látn­ir af völd­um kór­ónu­veirunn­ar

Borg­ar­yf­ir­völd í Pek­ing til­kynntu í gær að íbú­ar borg­ar­inn­ar sem …
Borg­ar­yf­ir­völd í Pek­ing til­kynntu í gær að íbú­ar borg­ar­inn­ar sem snúa heim úr ferðalög­um verði að fara í 14 daga sótt­kví. AFP

Rúmlega 1.600 hafa lát­ist af völd­um kór­ónu­veirunn­ar COVID-19 sem á upp­tök sín í Wu­h­an í Hubei-héraði í Kína. Yf­ir­völd í Hubei greindu í kvöld frá 139 dauðsföll­um til viðbót­ar af völd­um veirunn­ar.

1.843 ný til­felli hafa verið staðfest en það eru tæplega 400 færri til­felli en staðfest voru í gær.

Sam­an­lagt hafa rúm­lega 67 þúsund smit­ast af veirunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert