Yfir tvö þúsund smitaðir í S-Kóreu

Þessi maður sem beið í röð eftir andlitsgrímum í borginni …
Þessi maður sem beið í röð eftir andlitsgrímum í borginni Daegu í Suður-Kóreu var við öllu búinn. AFP

Tilfelli kórónuveirunnar í Suður-Kóreu eru núna yfir tvö þúsund talsins. Veiran hefur nú greinst í fyrsta sinn í Hollandi, Hvíta-Rússlandi, Nýja-Sjálandi og í Litháen.

Sjúklingurinn í Hollandi hafði ferðast til norðurhluta Ítalíu en hann býr í borginni Tilburg í suðurhluta Hollands.

Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt um 44 dauðsföll til viðbótar í landinu vegna veirunnar og 327 til viðbótar hafa sýkst. Ekki hafa jafnfáir sýkst af veirunni í landinu í rúman mánuð.

Þeir sem létust bjuggu allir í héraðinu Hubei þar sem upptök veirunnar voru.

Hlutabréfaverð hefur fallið í Evrópu og Bandaríkjunum vegna veirunnar. Féll það um meira en þrjú prósentustig í London, Frankfurt og París.

Í Suður-Kóreu frestaði strákabandið BTS fernum tónleikum sínum í Seúl þangað til í apríl vegna stöðunnar sem er uppi.

mbl.is

Kórónuveiran

4. apríl 2020 kl. 13:14
1417
hafa
smitast
396
hafa
náð sér
45
liggja á
spítala
4
eru
látnir