Faraldurinn að færast í aukana

Tedros Adhanom Ghebreyesus á blaðamannafundi.
Tedros Adhanom Ghebreyesus á blaðamannafundi. AFP

Kórónuveirufaraldurinn er að færast í aukana, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Enn er þó hægt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu hans.

„Faraldurinn er að færast í aukana,“ sagði Tedros Adhanom Gehebreyesus, forstjóri stofnunarinnar, á blaðamannafundi og bætti við: „Það tók 67 daga frá fyrsta tilfellinu sem greindist þangað til að þau urðu 100 þúsund, 11 daga fyrir næstu 100 þúsund tilfellin og bara fjóra daga fyrir þriðju 100 þúsund tilfellin.“

Hann hélt þó áfram og sagði: „Við erum ekki bjargarlausir áhorfendur. Við getum komið í veg fyrir frekari útbreiðslu hans.“

Heilbrigðisstarfsmaður að störfum í Stamford í Connecticut.
Heilbrigðisstarfsmaður að störfum í Stamford í Connecticut. AFP
mbl.is