Hótaði að senda lögreglu með eldvörpur

Vincenzo De Luca, forseti Kampaníuhéraðs.
Vincenzo De Luca, forseti Kampaníuhéraðs.

Samansafn myndbrota þar sem borgarstjórar og héraðsstjórar á Ítalíu húðskamma fólk fyrir að hunsa reglur yfirvalda um sóttkví og útgöngubann hefur vakið mikla athygli þar í landi.

Innanríkisráðuneyti landsins tilkynnti á mánudag að alls hefðu fleiri en 92 þúsund manns verið ákærðir fyrir að brjóta gegn reglunum sem settar hafa verið til að hamla útbreiðslu kórónufaraldursins.

Vincenzo De Luca, forseti Kampaníuhéraðs á Suður-Ítalíu, sparaði ekki stóru orðin í einu myndbrotanna.

„Ég hef fengið fregnir um að sumir vilji halda útskriftarveislur. Við munum senda lögregluna þangað,“ sagði forsetinn. „Með eldvörpur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

30. mars 2020 kl. 14:16
1086
hafa
smitast
157
hafa
náð sér
30
liggja á
spítala
2
eru
látnir