Prestur gerði lítið úr kórónuveirunni

Sýnataka í Flórídaríki.
Sýnataka í Flórídaríki. AFP

Prestur í Flórída í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn en hann er sakaður um að halda stórar samkomur þrátt fyrir að fólk þar hafi verið hvatt til að halda sig heima vegna kórónuveirunnar.

Presturinn, Rodney Howard-Browne, var handtekinn í gær en hann er sakaður um að ógna heilsu fólks.

„Kæruleysi hans setur mörg hundruð manns í söfnuðinum í hættu og fjöldi fólks gæti smitast af þeim,“ sagði Chad Chronister lögreglustjóri.

Um miðjan mánuðinn hvatti presturinn fólk í messu til að takast í hendur til að sýna að það óttaðist ekki kórónuveiruna. Hann hét þess enn fremur að loka aldrei og halda samkomum áfram.

Alls eru komin upp 5.500 tilfelli kórónuveiru í Flórída og 71 hefur látist.

 

mbl.is

Kórónuveiran

2. júní 2020 kl. 16:26
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir